Háleit markmið Elons Musks

Elon Musk er auk alls annars forstjóri geimferðafyrirtækisins SpaceX með það langtímamarkmið að byggja Mars. Fyrirtækið hefur á örfáum árum náð ótrúlegum framförum í eldflaugatækni og er óhætt að ræða um byltingu, hvað sem verður um Marsbúana.

Á sunnudag sneri risavaxin þungaflutningaflaug hans – jafnhá turninum á Smáratorgi – aftur til jarðar, féll á gríðarlegum hraða fram á síðustu stundu að henni var stýrt af ótrúlegri nákvæmni í faðm tröllaukinna stálarma lendingarturns.

Þetta er verkfræðilegt undur og afrek, en SpaceX hefur skotið öllum opinberum geimflaugaverkefnum ref fyrir rass, bæði tæknilega en ekki þó síður fjárhagslega. Geimferðir eru fyrir tilstilli Musks orðnar margfalt ódýrari og þær munu verða mun tíðari og ekki aðeins á færi risavelda.

Musk getur

...