„Þetta er glænýr glymskrattasöngleikur, sem er í rauninni sérstök tegund af söngleikjaformi þar sem notast er við lög úr nýjum og klassískum söngleikjum. Lögin eru því ekki sérstaklega samin fyrir verkið heldur setjum við fræg söngleikjalög…
Viðlag Í verkinu er notast við lög úr nýjum og klassískum söngleikjum með glænýjum íslenskum textum.
Viðlag Í verkinu er notast við lög úr nýjum og klassískum söngleikjum með glænýjum íslenskum textum. — Ljósmynd/Laimonas Dom Baranauska

Anna Rún Frímannsdóttir

annarun@mbl.is

„Þetta er glænýr glymskrattasöngleikur, sem er í rauninni sérstök tegund af söngleikjaformi þar sem notast er við lög úr nýjum og klassískum söngleikjum. Lögin eru því ekki sérstaklega samin fyrir verkið heldur setjum við fræg söngleikjalög inn í það, eins og eftir Queen eða úr Mamma Mia, Litlu hryllingsbúðinni eða Chicago, og gerum íslenska texta við þau,“ segir Agnes Wild, leikstjóri og einn af höfundum söngleiksins Við erum hér sem frumsýndur verður í Tjarnarbíói í kvöld.

„Þetta verður ein allsherjar gleðisprengja og góð skemmtun. Í raun er verkið paródía á íslensk brúðkaup. Áhorfendum er boðið í giftingu þeirra Arnars og Bjartmars og við hefjum leikinn á því að þeir eru að skipuleggja brúðkaupið

...