Þjóðleikhúsið Eltum veðrið ★★★·· Handrit og leikstjórn: Leikhópurinn og Kjartan Darri Kristjánsson. Tónlist: Sváfnir Sigurðarson. Leikmynd: Ilmur Stefánsdóttir. Búningar: Þórhildur Sunna Jóhannsdóttir. Lýsing: Jóhann Bjarni Pálmason. Myndband: Ásta Jónína Arnardóttir og Kjartan Darri Kristjánsson. Hljóðhönnun: Aron Þór Arnarsson. Leikarar: Eygló Hilmarsdóttir, Guðjón Davíð Karlsson, Hallgrímur Ólafsson, Hildur Vala Baldursdóttir. Hilmar Guðjónsson, Ilmur Kristjánsdóttir, Sigurður Sigurjónsson og Þröstur Leó Gunnarsson. Frumsýnt á stóra sviði Þjóðleikhússins föstudaginn 4. október 2024.
Grín „Þrátt fyrir alla þessa vankanta er vissulega margt ansi fyndið í Eltum veðrið. Smellin tilsvör, yfirgengileg uppátæki og einstaklingsframtak hins þrælvel skipaða leikhóps, sem öll kunna sitt grín upp á tíu. Þó það nú væri,“ segir í rýni um nýjan gamanleik Þjóðleikhússins.
Grín „Þrátt fyrir alla þessa vankanta er vissulega margt ansi fyndið í Eltum veðrið. Smellin tilsvör, yfirgengileg uppátæki og einstaklingsframtak hins þrælvel skipaða leikhóps, sem öll kunna sitt grín upp á tíu. Þó það nú væri,“ segir í rýni um nýjan gamanleik Þjóðleikhússins. — Ljósmynd/Jorri

Leiklist

Þorgeir

Tryggvason

Það er góðs viti að leikurum Þjóðleikhússins gefist færi til að vinna sýningu eins og þessa. Að þróa hugmynd, leyfa henni jafnvel að malla lengi, en koma henni loks á svið. Frumkvæði er dygð og fjörefni í hverri stofnun, auðvitað ekki síst – en alls ekki bara – þeim listrænu.

Það þarf auðvitað ekkert endilega að vera hreinræktað léttmeti eins og í þessu tilfell, né heldur að enda í viðamikilli stórasviðssýningu og hálfgildings söngleik. En þróunin undanfarin ár hefur augljóslega verið í þá átt að sviðslistafólk sé „sjálfbært“ í sköpun sinni, og engin ástæða til að rótgróin stofnun spili ekki með í þeim leik.

Tilurðarferli leiksýningar getur

...