Hrannar Jón Emilsson útgerðarstjóri segir að sú hugmynd hafi lengi blundað í eigendum Þorbjarnar að bæta nýju skipi við flotann: „Þegar ég tek til starfa hjá félaginu árið 2013 var þetta þegar til skoðunar en það fór þó ekki að verða raunhæft…
Nýja skipið er væntanlegt til Grindavíkur og verður þar til sýnis. Það hjálpar vonandi til að þjappa bæjarbúum saman.
Nýja skipið er væntanlegt til Grindavíkur og verður þar til sýnis. Það hjálpar vonandi til að þjappa bæjarbúum saman. — Ljósmynd/Skipasýn og Armon

Ásgeir Ingvarsson

ai@mbl.is

Hrannar Jón Emilsson útgerðarstjóri segir að sú hugmynd hafi lengi blundað í eigendum Þorbjarnar að bæta nýju skipi við flotann: „Þegar ég tek til starfa hjá félaginu árið 2013 var þetta þegar til skoðunar en það fór þó ekki að verða raunhæft að láta verða af smíði nýs skips fyrr en um mitt árið 2021. Þá ráðumst við í þessa vegferð og förum að þróa með okkur hugmyndir um hvers konar skip félagið vantaði og hvernig við myndum vilja standa að framkvæmdinni.“

Hrannar segir að upprunalega hugmyndin hafi verið að smíða minna skip og fara ekki yfir 42 metra lengd til að geta stundað veiðar í samræmi við svokallaða 4 mílna reglu. „Þannig skip myndi þá leysa af hólmi tvö línuskip sem við vorum með í rekstri á þeim tímapunkti. En svo þróaðist verkefnið áfram og í ljós kom

...