Arnór Sveinn Aðalsteinsson hefur verið ráðinn aðstoðarþjálfari karlaliðs Breiðabliks í knattspyrnu frá og með næsta tímabili. Arnór, sem er 38 ára gamall, er í leikmannahópi Blika í ár og leggur skóna á hilluna eftir tímabilið

Arnór Sveinn Aðalsteinsson hefur verið ráðinn aðstoðarþjálfari karlaliðs Breiðabliks í knattspyrnu frá og með næsta tímabili. Arnór, sem er 38 ára gamall, er í leikmannahópi Blika í ár og leggur skóna á hilluna eftir tímabilið. Hann spilaði með liðinu frá 2006 til 2011 og aftur frá 2023, en í millitíðinni með Hönefoss í Noregi og KR. Hann hefur orðið Íslandsmeistari með bæði Breiðabliki og KR og á að baki 321 deildaleik á ferlinum, þar af 255 í efstu deild hér á landi.

Eyjólfur Héðinsson, sem hefur verið aðstoðarþjálfari Breiðabliksliðsins, færir sig til innan félagsins að tímabilinu loknu og tekur við starfi deildarstjóra meistaraflokks félagsins.

Hildigunnur Ýr Benediktsdóttir úr FH hefur verið kölluð inn í U23 ára landsliðshóp kvenna

...