Því er ekki hægt að neita að McLaren W1 tekur sig afskaplega vel út í svörtu.
Því er ekki hægt að neita að McLaren W1 tekur sig afskaplega vel út í svörtu.

Breski sportbílaframleiðandinn McLaren hefur svipt hulunni af bifreiðinni W1 og er þessi aflmikli og létti ofursportbíll hugsaður sem réttmætur arftaki F1 og P1 sem báðir þóttu marka kaflaskil í sportbílasögunni.

W1 er aflmesti McLaren-bíllinn til þessa en V8-tvinnvélin býr til 1.275 hestöfl og þar af 347 hestöfl frá rafmótorum. Bíllinn vegur ekki nema 1.399 kg og er því afls- og þyngdarhlutfallið 911 hestöfl á tonn sem er það besta sem McLaren hefur hingað til afrekað.

Þrátt fyrir augljós kappakstursgen var þess gætt að W1 myndi líka henta til innanbæjaraksturs svo að þegar hún er ekki á brautinni má, með því að ýta á takka, hækka bifreiðina um 37 mm að framan og 17 mm að aftan.

Hér er komið ökutæki fyrir þá sem eru í miklum flýti því aðeins 2,7 sekúndur tekur að ná W1 úr kyrrstöðu í 100 km/klst., 5,8 sekúndur að

...