”  Bitcoin er peningakerfi með meiri fyrirsjáanleika en það kerfi sem við búum við í dag.

Rafmyntir

Daði Kristjánsson

Framkvæmdastjóri Visku Digital Assets og M.Sc. í fjármálahagfræði frá Háskóla Íslands

Rafmyntir hafa þróast úr því að vera óskýr hugmynd yfir í að verða viðurkenndur eignaflokkur sem getur gegnt mikilvægu hlutverki í eignasöfnum um allan heim. Mikil þróun hefur átt sér stað síðan Bitcoin kom fyrst fram árið 2008. Í kjölfarið hefur komið fram fjöldinn allur af öðrum rafmyntum sem hafa aðra eiginleika en Bitcoin. Nú hefur þessi eignaflokkur náð markaðsvirði sem nemur 2.300 milljörðum dollara, og samhliða því hafa bæði almennir fjárfestar og stofnanafjárfestar sýnt aukinn áhuga á að fjárfesta í rafmyntum.

Samkvæmt nýlegri skýrslu frá stærsta eignastýringarfyrirtæki heims, BlackRock, hefur Bitcoin takmarkaða fylgni við

...