1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rc3 Be7 4. Rf3 0-0 5. Bf4 a6 6. e3 d5 7. Dc2 Bd6 8. Bg3 Rc6 9. a3 De7 10. c5 Bxg3 11. hxg3 e5 Ein af efnilegri skákstúlkum landsins er Emilía Embla Baldvinsdóttir Berglindardóttir (1.631)
Hvítur á leik
Hvítur á leik

1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rc3 Be7 4. Rf3 0-0 5. Bf4 a6 6. e3 d5 7. Dc2 Bd6 8. Bg3 Rc6 9. a3 De7 10. c5 Bxg3 11. hxg3 e5

Ein af efnilegri skákstúlkum landsins er Emilía Embla Baldvinsdóttir Berglindardóttir (1.631). Hún fæddist árið 2012 og hefur nú þegar öðlast þó nokkra reynslu á skákmótum á erlendum vettvangi, svo sem á Evrópumeistaramóti barna og ungmenna sem fór fram í Prag í lok ágúst síðastliðnum. Í þessari stöðu hafði Emilía hvítt gegn Þorvaldi Siggasyni (1.707) en skákin var tefld í fyrri hluta fjórðu og neðstu deildar Íslandsmóts skákfélaga sem lauk fyrir skömmu í Rimaskóla. 12. Rxd5! og svartur gafst upp enda mát eftir 12. … Rxd5 13. Dxh7#. Annað kvöld, kl. 19.30, hefst alþjóðlega geðheilbrigðismótið en það er skipulagt í samvinnu Vinaskákfélagsins og Taflfélags Reykjavíkur, sjá nánar á skak.is.