18 Martin Hermannsson skoraði 18 stig og var stigahæstur á vellinum.
18 Martin Hermannsson skoraði 18 stig og var stigahæstur á vellinum. — Morgunblaðið/Kristinn Magnússon

Martin Hermannsson átti stórleik fyrir Alba Berlín og skoraði 18 stig þegar liðið vann sinn fyrsta leik í Evrópudeildinni í körfuknattleik á tímabilinu gegn Lyon-Villeurbanne, 83:79, í Berlín í Þýskalandi í gær. Martin var stigahæsti maður vallarins en hann tók einnig tvö fráköst og gaf tvær stoðsendingar á þeim 26 mínútum sem hann lék. Alba Berlín fer með sigrinum úr neðsta sætinu upp í 15. sætið en liðið hafði tapað fyrstu tveimur leikjum sínum í deildinni.