Það er undir frambjóðendum sjálfum komið hvort þeir nýta það súrefni sem þeir hafa fengið með ákvörðun Bjarna Benediktssonar.
Óli Björn Kárason
Óli Björn Kárason

Óli Björn Kárason

Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, hefur alltaf talað með skýrum hætti um það að forsenda fyrir þátttöku Sjálfstæðisflokksins í ríkisstjórn sé að árangur náist fyrir fólkið í landinu. Ríkisstjórn sem hafi ekki burði til að sinna mikilvægum verkefnum og ná árangri hafi misst erindi sitt. Samsteypustjórn þar sem minnsti og veikasti flokkurinn hendir öllum málamiðlunum út um gluggann og setur samverkaflokkum stólinn fyrir dyrnar nær aldrei árangri.

Í bréfi til sjálfstæðisfólks síðastliðinn sunnudag rekur Bjarni ástæður þess að hann ákvað að binda enda á ríkisstjórnarsamstarf Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Vinstri grænna. Þar segir hann að ríkisstjórn verði „að geta sammælst um trausta forystu í stærstu málum hvers tíma“. Hann tekur fram að málamiðlanir séu eðlilegar

...