Nordic Affect kemur fram á ­hádegistónleikum í Salnum í Kópavogi í dag, miðvikudag, kl. 12.15. Á efnisskránni er tónlist „sem hverfist um hafið, barokkverk og þjóðlög í bland. Selshamur, fárviðri, hafballaða og margt fleira kemur við sögu en…
Rómaður Nordic Affect, sem stofnaður var 2005, hefur komið sér á kortið sem framsækinn tónlistarhópur.
Rómaður Nordic Affect, sem stofnaður var 2005, hefur komið sér á kortið sem framsækinn tónlistarhópur. — Ljósmynd/Eva Schram

Nordic Affect kemur fram á ­hádegistónleikum í Salnum í Kópavogi í dag, miðvikudag, kl. 12.15. Á efnisskránni er tónlist „sem hverfist um hafið, barokkverk og þjóðlög í bland. Selshamur, fárviðri, hafballaða og margt fleira kemur við sögu en sérstakir gestir verða Ian Wilson blokkflautuleikari og Eyjólfur Eyjólfsson söngvari sem jafnframt leikur á langspil og hvannarflautu,“ segir í viðburðarkynningu. Þar kemur fram að listrænn stjórnandi hópsins sé Halla Steinunn Stefánsdóttir.

Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir.