Breiðskífa íslensku rokksveitarinnar Dead Eyed Creek, Out of Phase, hefur hlotið prýðilegar viðtökur og jákvæða umfjöllun víða um lönd. Er henni lýst á Facebook-síðu hljómsveitarinnar með þeim hætti að hún hafi allt til brunns að bera, allt frá…
Kvartett Rokksveitin Dead Eyed Creek, frá vinstri Norman Lonhard, Max Blok, Einar Vilberg og Job Bos.
Kvartett Rokksveitin Dead Eyed Creek, frá vinstri Norman Lonhard, Max Blok, Einar Vilberg og Job Bos.

Helgi Snær Sigurðsson

helgisnaer@mbl.is

Breiðskífa íslensku rokksveitarinnar Dead Eyed Creek, Out of Phase, hefur hlotið prýðilegar viðtökur og jákvæða umfjöllun víða um lönd. Er henni lýst á Facebook-síðu hljómsveitarinnar með þeim hætti að hún hafi allt til brunns að bera, allt frá þungum „riffum“ og svakalegum „grúvum“ yfir í sorglegar og undurfagrar ballöður.

Blaðamaður hafði samband við forsprakka sveitarinnar, Einar Vilberg, í síðasta mánuði og fyrsta spurningin var, einfaldlega, hver er Einar Vilberg? „Ég er laga- og textahöfundur, pródúser, söngvari, gítarleikari og session-trommari. Ég hef verið starfandi tónlistarmaður frá árinu 2001 og hef samið og gefið út tíu plötur, sex breiðskífur með hljómsveit minni NOISE en þær plötur samdi ég mestmegnis

...