Halla Tómasdóttir forseti Íslands mun tilkynna þingrof á Alþingi á morgun, 17. október. Í framhaldi verður gengið til kosninga þann 30. nóvember. Þetta kom fram í ávarpi Höllu eftir fund hennar með Bjarna Benediktssyni, forsætisráðherra og formanni…
— Morgunblaðið/Árni Sæberg

Halla Tómasdóttir forseti Íslands mun tilkynna þingrof á Alþingi á morgun, 17. október. Í framhaldi verður gengið til kosninga þann 30. nóvember.

Þetta kom fram í ávarpi Höllu eftir fund hennar með Bjarna Benediktssyni, forsætisráðherra og formanni Sjálfstæðisflokks, sem kom á Bessastaði síðdegis í gær til að biðjast lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt. Degi áður, á mánudag, hafði Bjarni átt fund með forsetanum og borið þar fram þingrofstillögu.

Í kjölfarið átti forsetinn fundi með formönnum stjórnarandstöðuflokka en einnig með Sigurði Inga Jóhannssyni formanni Framsóknarflokksins og Svandísi Svavarsdóttur, formanni Vinstri grænna. Í gærmorgun fundaði hún svo með forseta Alþingis, Birgi Ármannssyni.

„Að loknum þeim samtölum met ég stöðuna svo að heillavænlegast sé fyrir

...