Þrístapar í Vatnsdal í Austur-Húnavatnssýslu, þar sem umhverfið er hannað af Gagarín, Landslagi og Harry Jóhannssyni, eru tilnefndir sem Staður ársins á Hönnunarverðlaununum 2024
Þrístapar Sögustaður norðanlands.
Þrístapar Sögustaður norðanlands. — Morgunblaðið/Sigurður Bogi

Þrístapar í Vatnsdal í Austur-Húnavatnssýslu, þar sem umhverfið er hannað af Gagarín, Landslagi og Harry Jóhannssyni, eru tilnefndir sem Staður ársins á Hönnunarverðlaununum 2024. Vakin er athygli á þessu af Miðstöð hönnunar og arkitektúrs hvar tiltekið er að á Þrístöpum, sem eru í mynni Vatnsdals, hafi tekist vel að skapa upplifun. Saga, umhverfi og hönnun vinni saman.

Á Þrístöpum fór fram 1830 síðasta opinbera aftaka á Íslandi þegar hálshöggvin voru Agnes Magnúsdóttir og Friðrik Sigurðsson. Sú saga hefur oft verið sögð í aldanna rás, en með uppbyggingunni á Þrístöpum – þar sem eru merkingar og minningarsteinar – gefst nú kostur á að upplifa í náttúru og andrúmi.

Gestir fylgja stíg að aftökustaðnum. Vönduð steinhleðsla og haglega framsett fræðsluefni ramma inn svæðið. sbs@mbl.is