Þjóðverjinn Thomas Tuchel verður næsti þjálfari enska karlalandsliðsins í knattspyrnu. Það er BBC sem greinir frá þessu en Tuchel, sem er 51 árs gamall, stýrði síðast Bayern München í heimalandinu. Þjóðverjinn verður aðeins þriðji erlendi þjálfarinn …

Þjóðverjinn Thomas Tuchel verður næsti þjálfari enska karlalandsliðsins í knattspyrnu. Það er BBC sem greinir frá þessu en Tuchel, sem er 51 árs gamall, stýrði síðast Bayern München í heimalandinu. Þjóðverjinn verður aðeins þriðji erlendi þjálfarinn til þess að stýra enska landsliðinu á eftir Ítalanum Fabio Capello og Svíanum Sven-Göran Eriksson.

Norska handknattleiksfélagið Vipers frá Kristiansand, sem hefur átt eitt besta kvennalið heims í handbolta undanfarin ár, er í miklum fjárhagsvandræðum. Ef ekki tekst að útvega 25 milljónir norskra króna, 332 milljónir íslenskra króna, verður félagið lýst gjaldþrota. Félagið greindi sjálft frá þessu á heimasíðu sinni. Vipers varð Evrópumeistari 2021, 2022 og 2023 og hefur orðið norskur meistari sjö ár í röð.

Börkur Edvardsson hefur tilkynnt að hann

...