Klækjarefur Machiavelli hefur veitt mörgum brögðóttum stjórnmálamanni innblástur.
Klækjarefur Machiavelli hefur veitt mörgum brögðóttum stjórnmálamanni innblástur.

Það hefur verið keppikefli fyrir flokka að fá í sinn hóp þekkta og klára einstaklinga, sérstaklega úr fjölmiðlum. Þetta hefur oft virkað vel ef „gestirnir“ kunna sér hóf og ætla ekki að yfirtaka partíið og setjast að í stofunni.

Í viðskiptalífinu er það nefnt fjandsamleg yfirtaka ef utanaðkomandi neyta aflsmunar annaðhvort með atkvæðum eða peningum til að ná völdum. Sama gæti líka gerst í stjórnmálum, einkanlega í ungum, óþróuðum flokkum, þar sem flæðið inn og út úr flokksstarfinu getur verið á marga vegu. Í litlum flokkum er sú hætta fyrir hendi að nýir hópar skrái sig inn í þeim tilgangi að rugga bátnum og þannig koma nýjum leiðtogum til valda.

Það er ekki eins og margfeldni í pólitík sé eitthvert nýtt fyrirbrigði, því Furstinn eftir Machiavelli, sem fjallar um klæki stjórnmálanna, var skrifuð um 1513 og hefur haft mikil áhrif

...