Eftirlitstofnun EFTA (ESA) gerði í vikunni, með aðstoð Samkeppniseftirlitsins, athugun hjá Skel fjárfestingarfélagi vegna starfsemi Lyfjavals sem er í meirihlutaeigu Skeljar. Athugunin beinist að mögulegri markaðsskiptingu á smásölumarkaði með lyf,…
SKE liðsinnir ESA í rannsókn á starfsemi Lyjavals í eigu Skeljar.
SKE liðsinnir ESA í rannsókn á starfsemi Lyjavals í eigu Skeljar. — Morgunblaðið/Eggert

Eftirlitstofnun EFTA (ESA) gerði í vikunni, með aðstoð Samkeppniseftirlitsins, athugun hjá Skel fjárfestingarfélagi vegna starfsemi Lyfjavals sem er í meirihlutaeigu Skeljar.

Athugunin beinist að mögulegri markaðsskiptingu á smásölumarkaði með lyf, sem á að hafa falist í því að Lyfjaval lokaði hefðbundnu apóteki í Mjódd og einbeitti sér að því að starfrækja bílalúguapótek.

Tilburðir ESA eru einsdæmi hér á landi, kostnaðarsamar og skilja augljóslega eftir margar spurningar sem þarf að fá svar við.