Vinstri grænir hafa ekki átt góða daga undir forystu Svandísar Svavarsdóttur og áttu raunar dálítið bágt í skoðanakönnunum áður en hún tók við. Mögulega skýra þær slöku mælingar, þar sem allir þingmenn flokksins mælast utan þings, þá taugaveiklun og önugheit sem lesa má út úr viðbrögðum formannsins nýja síðustu sólarhringa.

Svandís byrjaði formannsferilinn á því að stilla samstarfsflokkunum upp við vegg, ákveða að stjórnin mundi ekki starfa út kjörtímabilið og að engin mál færu í gegn nema á hennar forsendum. Þar með var samstarfið búið og Bjarni Benediktsson forsætisráðherra átti aðeins einn kost.

Eftir að Svandís er búin að koma málum í þessa stöðu viðrar hún einhverjar furðukenningar um starfsstjórn í þætti formanna á Rúv. sem ganga þvert á allar viðurkenndar lög- og stjórnmálaskýringar. Og hún sagði VG neita að taka þátt

...