Óskar Bergsson

oskar@mbl.is

Alþingismennirnir Birgir Þórarinsson og Bjarni Jónsson eru ásamt 74 þingmönnum Evrópuráðsþingsins á svörtum lista í Aserbaídsan undir yfirskriftinni „personae non gratae“. Af þeim sökum geta þeir ekki sótt loftslagsráðstefnuna í Bakú í næsta mánuði.

Þessi ákvörðun stjórnvalda í Aserbaísjan kemur í kjölfar þess að í janúar síðastliðnum ákvað Evrópuráðið í Strassborg að staðfesta ekki kjörbréf sendinefndar Aserbaísjan vegna mannréttindabrota heima fyrir og skorts á lýðræði. Í landinu eru yfir 300 pólitískir fangar og fjöldi blaðamanna í fangelsi. Með því að staðfesta ekki kjörbréfin var Aserbaísjan bannað að sækja fundi Evrópuráðsins.

Fram undan er loftslagsráðstefnan COP29 í Bakú 11. til 22. nóvember næstkomandi. Til stendur

...