Sigurður Björnsson krabbameinslæknir og fyrrverandi formaður Krabbameinsfélags Íslands fæddist 5. júní 1942 í Princeton í New Jersey, Bandaríkjunum. Hann lést á Landspítala Fossvogi 29. september 2024.

Faðir hans var dr. Björn Sigurðsson læknir og forstöðumaður Tilraunastöðvar Háskólans í meinafræði á Keldum, f. 3.3. 1913 á Veðramóti í Skagafirði, d. 16.10. 1959, og móðir Una Jóhannesdóttir fulltrúi, f. 15.2. 1913 á Hofstöðum í Skagafirði, d. 8.12. 2000. Systkini Sigurðar eru Edda Sigrún augnlæknir, f. 1.12. 1936, d. 5.9. 1987, og Jóhannes yfirlæknir og prófessor, f. 13.11. 1947.

Eftirlifandi maki hans er Rakel Valdimarsdóttir hjúkrunarfræðingur, f. 24.6. 1946. Foreldrar Rakelar voru Valdimar Kristinsson skipstjóri, bóndi og oddviti á Núpi í Dýrafirði, f. 4.1. 1904, d. 1.9. 2003, og Áslaug Sólbjört Jensdóttir húsfreyja, f. 23.8. 1918, d. 12.6.

...