„Viðbrögð skuldabréfamarkaðarins við stjórnarslitunum benda til að ríkisstjórnin hafi ekki verið í neinu sérstöku uppáhaldi hjá honum. Oftar en ekki er reiknað með neikvæðum viðbrögðum við svona tíðindum sem alla jafna auka óvissu en á endanum …
Uppnám á stjórnarheimilinu olli ekki uppnámi á mörkuðum og mun ósennilega raska ró peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands.
Uppnám á stjórnarheimilinu olli ekki uppnámi á mörkuðum og mun ósennilega raska ró peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands.

„Viðbrögð skuldabréfamarkaðarins við stjórnarslitunum benda til að ríkisstjórnin hafi ekki verið í neinu sérstöku uppáhaldi hjá honum. Oftar en ekki er reiknað með neikvæðum viðbrögðum við svona tíðindum sem alla jafna auka óvissu en á endanum er það markaðurinn sem kýs – viðbrögðin núna benda frekar til þess að óvissu hafi verið eytt en að óvissa hafi aukist,“ segir Agnar í samtali við ViðskiptaMoggann.

Hann áréttar þó að margt geti breytt þeirri mynd á næstu mánuðum.

„Fyrir utan hvernig stjórn landsins verði háttað fram að kosningum er óvissa um hvernig ýmis þau mál sem ríkisstjórnin hafði sett á dagskrá og hafa áhrif á skuldabréfamarkað munu fara. Þar ber kannski hæst annars vegar söluna á Íslandsbanka, sem gæti haft áhrif á útgáfuáætlun ríkissjóðs [á skuldabréfamarkaði], og hins vegar hvort framkvæmd

...