Hrekkjavaka 31. október hefur færst í aukana hérlendis og bryddað verður upp á nýbreytni í Skeiða- og Gnúpverjahreppi að þessu sinni. Nýstofnað hryllingsfélag á svæðinu hefur skipulagt hrekkjavöku í Skaftholtsréttum og dilkarnir verða nýttir til…
Við Skaftholtsréttir Forsprakkarnir frá vinstri: Hrönn, Rakel og Eydís.
Við Skaftholtsréttir Forsprakkarnir frá vinstri: Hrönn, Rakel og Eydís.

Steinþór Guðbjartsson

steinthor@mbl.is

Hrekkjavaka 31. október hefur færst í aukana hérlendis og bryddað verður upp á nýbreytni í Skeiða- og Gnúpverjahreppi að þessu sinni. Nýstofnað hryllingsfélag á svæðinu hefur skipulagt hrekkjavöku í Skaftholtsréttum og dilkarnir verða nýttir til hins ýtrasta til að taka á móti draugum og forynjum sníkjandi sælgæti. Grikkir verða í hávegum hafðir og verðlaun fyrir skelfilegasta og þar með best skreytta dilkinn veitt í lokin, en hátíðin hefst kl. 18.00.

Eydís Moon Guðmundsdóttir, Hrönn Jónsdóttir og Rakel Þórarinsdóttir stofnuðu og eru í stjórn Hryllingsfélags Skeiða- og Skelfingarhrepps, eins og það heitir að gefnu tilefni. „Okkur langaði til að skipuleggja samverustund á hrekkjavökunni fyrir alla í sveitinni,“ segir Rakel um hugmynd þeirra.

...