” Breytingarnar fólust í endurskoðun á hámarksfjárhæð mánaðarlegra greiðslna til foreldra úr fæðingarorlofssjóði, hækkaðar úr 600.000 í 900.000 krónur á mánuði.

Lögfræði

Arnar Vilhjálmur Arnarsson

Lögmaður og eigandi Bótamál.is

Það má reiða sig á það að þann 1. janúar ár hvert er rituð frétt um að fyrsta barn ársins hér á Íslandi sé komið í heiminn.

Það er mikið ánægjuefni en að þessu sinni sérstaklega fyrir viðkomandi foreldra, því ef barnið fæðist 31. desember 2024 mun það njóta skerts réttar til fjárhagslegra greiðslna úr fæðingarorlofssjóði svo getur munað allt að 1.200.000 krónum.

Hinn 22. júní síðastliðinn tóku nefnilega gildi breytingar á lögum nr. 144/2020 um fæðingar- og foreldraorlof. Breytingarnar fólust í endurskoðun á hámarksfjárhæð mánaðarlegra greiðslna til foreldra úr fæðingarorlofssjóði sem voru þannig hækkaðar úr 600.000 krónum á mánuði í

...