Vopnakaup íslenskra ráðamanna brjóta gegn Stjórnarskrá íslenska lýðveldisins, landráðakafla Almennra hegningarlaga og Varnarmálalögum.
Hildur Þórðardóttir
Hildur Þórðardóttir

Hildur Þórðardóttir

Vopnakaup Alþingis og þátttaka í stríði úti í heimi stangast á við Stjórnarskrá íslenska lýðveldisins, Varnarmálalög nr. 34/2008 og landráðakafla Almennu hegningarlaganna nr. 19/1940 og brjóta beinlínis gegn þeim. Ísland er nú orðið beinn þátttakandi í stríði og þar með hernaðarskotmark. Með þessum ráðstöfunum sínum hafa íslenskir ráðamenn framið landráð.

Í Stjórnarskránni er kveðið á um að Ísland sé lýðveldi með þrískiptingu valdsins. Engum er heimilt að viðhafa ráðstafanir sem ganga gegn því. Í 21. gr. segir að ráðamenn „megi ekki gera samninga ef þeir hafa í sér fólgið afsal eða kvaðir á landi eða landhelgi eða ef þeir horfa til breytinga á stjórnarhögum ríkisins“. Með þessum vopnakaupum og hernaðarafskiptum eru ráðamenn að setja íþyngjandi kvaðir á samfélagið og breytingar á stjórnarhögum. Ekki aðeins kvaðir

...