Fjármagnskjör á markaði hafa ekki verið þau bestu að undanförnu sem hefur haft gríðarleg áhrif á íslensk fyrirtæki.
Ásgeir Baldurs, forstjóri Arctic Adventures, segist vilja framfylgja þeirri sýn að byggja upp fyrirtæki með innri og ytri vexti.
Ásgeir Baldurs, forstjóri Arctic Adventures, segist vilja framfylgja þeirri sýn að byggja upp fyrirtæki með innri og ytri vexti. — Morgunblaðið/Karítas

Magdalena Anna Torfadóttir

magdalena@mbl.is

Arctic Adventures hefur farið í gegnum mikla uppbyggingu á undanförnum árum og er nú eitt stærsta og fjölbreyttasta afþreyingarfyrirtæki landsins. Með nýlegum fjárfestingum og stækkun á starfseminni hefur fyrirtækið styrkt stöðu sína í ferðaþjónustu, aukið þjónustuframboð og opnað nýjar leiðir fyrir gesti til að upplifa íslenska náttúru. Fyrirtækið stefnir á skráningu á markað á komandi misserum.

Þetta segir Ásgeir Baldurs forstjóri fyrirtækisins í samtali við ViðskiptaMoggann. Hann segir þó að til að svo geti orðið þurfi félagið að vaxa enn frekar, einnig þurfi að huga að samsetningu eigna. Eins og kunnugt er hafa ýmis félög sem boðað hafa skráningu hætt við eða slegið henni á frest.

„Markaðsaðstæður þurfa auk þess að

...