Ítölsk stjórnvöld eru varfærin í stuðningi sínum við yfirtökuna.
Ítölsk stjórnvöld eru varfærin í stuðningi sínum við yfirtökuna. — AFP

Þýska ríkisstjórnin vill koma í veg fyrir mögulega óvinveitta yfirtöku ítalska bankans UniCredit á Commerzbank, einum stærsta banka Þýskalands.

Með yfirtökunni yrðu þýskir og ítalskir hagsmunir samtengdir, en skuldastaða Ítalíu er margfalt verri en Þýskalands.

Samkvæmt frétt Reuters yrði sameining bankanna tveggja möguleg ógn við fjármálastöðugleika þar sem UniCredit á tuga milljarða evra virði af ítölskum ríkisskuldabréfum.

Nokkrir aðilar innan þýsku stjórnarinnar binda nú vonir við endurskoðun fjármálaeftirlitsins, BaFin, á regluverki, og beita sér gegn viðskiptunum.

Ein lykilröksemd í málinu er að Þýskaland myndi sitja uppi með svartapétur ef UniCredit drægist inn í ítalska skuldakreppu.

BaFin, sem leikur lykilhlutverk í því hvort UniCredit nái ráðandi hlut í Commerzbank, er byrjað að skoða ósk bankans um að auka við eignarhlut sinn úr 9,9% í 30%.

BaFin mun koma með tillögu til evrópska seðlabankans, ECB, sem hefur eftirlit

...