Hættur Þorvaldur Árnason hefur sagt upp sem þjálfari Damaiense.
Hættur Þorvaldur Árnason hefur sagt upp sem þjálfari Damaiense. — Ljósmynd/Kristín Hallgrímsdóttir

Þorlákur Árnason hefur látið af störfum sem þjálfari kvennaliðs Damaiense í knattspyrnu, sem leikur í efstu deild í Portúgal. Þorlákur tók við starfinu undir lok síðasta árs og stýrði Damaiense í fjórða sæti deildarinnar á síðasta tímabili en liðið er í 8. sæti deildarinnar í dag. Í tilkynningu frá portúgalska félaginu segir að Þorláki finnist hann ekki geta bætt liðið frekar undir núverandi kringumstæðum og hafi því sagt starfi sínu lausu.