Bergþór Ólason
Bergþór Ólason

Gengið verður til kosninga 30. nóvember næstkomandi og gefst þá kærkomið tækifæri til að gera loksins eitthvað í málunum – eftir sjö ár af stöðnun og vinstristefnu í boði Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Vinstri grænna.

Það þarf að taka til hendinni í efnahagsmálum, útlendingamálum og orkumálum. Málum sem Miðflokkurinn hefur barist í um árabil af sannfæringu, vopnaður raunsæi og lausnum. Við höfum sömuleiðis reynt að hrista doðann af ríkisstjórninni áður en það yrði of seint og afleiðingarnar yrðu óafturkræfar að sumu eða öllu leyti.

Nú er svo komið að verulegur orkuskortur blasir við landsmönnum í landi sem er fullt af grænni orku, velferðarkerfin bogna undan þungum og óheftum straumi hælisleitenda til landsins og vextir og verðbólga sliga venjulegt fólk sem nær nú ekki endum saman í heimilisrekstrinum. Ungt fólk kemst ekki inn á

...

Höfundur: Bergþór Ólason