Nýliðar Tindastóls unnu sinn annan leik á tímabilinu þegar liðið heimsótti Njarðvík í 3. umferð úrvalsdeildar kvenna í körfuknattleik í Njarðvík í gær. Leiknum lauk með dramatískum sigri Tindastóls, 77:76, en Njarðvík var með níu stiga forskot þegar fimm mínútur voru til leiksloka
Snerting Grindvíkingurinn Alexis Morris reynir að verjast Akureyringnum Evu Wium Elíasdóttur í gærkvöldi en þær fóru báðar mikinn í leiknum.
Snerting Grindvíkingurinn Alexis Morris reynir að verjast Akureyringnum Evu Wium Elíasdóttur í gærkvöldi en þær fóru báðar mikinn í leiknum. — Ljósmynd/Egill Bjarni

Körfuboltinn

Bjarni Helgason

bjarnih@mbl.is

Nýliðar Tindastóls unnu sinn annan leik á tímabilinu þegar liðið heimsótti Njarðvík í 3. umferð úrvalsdeildar kvenna í körfuknattleik í Njarðvík í gær. Leiknum lauk með dramatískum sigri Tindastóls, 77:76, en Njarðvík var með níu stiga forskot þegar fimm mínútur voru til leiksloka.

Tindastóll fer með sigrinum upp í 2. sæti deildarinnar og í fjögur stig en Njarðvík, sem hefur tapað tveimur leikjum í röð, er með tvö stig í 9. sætinu.

Leikurinn var í járnum allan tímann en staðan var jöfn, 22:22, að fyrsta leikhluta loknum. Sauðkrækingar voru sterkari í öðrum leikhluta og leiddu með fjórum stigum í hálfleik, 41:37.

Njarðvík tókst að jafna metin

...