Naim Qassem, næstráðandi hryðjuverkasamtakanna Hisbollah, sagði í gær að samtökin myndu nú ráðast á skotmörk vítt og breitt um Ísraelsríki, og að samtökin myndu ekki lúta í lægra haldi í átökunum gegn Ísrael
Yavne Lögreglumenn og sjúkralið sinna hér störfum á vettvangi eftir skotárásina í nágrenni Yavne í gærmorgun.
Yavne Lögreglumenn og sjúkralið sinna hér störfum á vettvangi eftir skotárásina í nágrenni Yavne í gærmorgun. — AFP/Ahmad Gharabli

Stefán Gunnar Sveinsson

sgs@mbl.is

Naim Qassem, næstráðandi hryðjuverkasamtakanna Hisbollah, sagði í gær að samtökin myndu nú ráðast á skotmörk vítt og breitt um Ísraelsríki, og að samtökin myndu ekki lúta í lægra haldi í átökunum gegn Ísrael.

„Þar sem ísraelski óvinurinn hefur beint spjótum sínum að öllu Líbanon höfum við rétt til að verja okkur og miða á hvaða stað sem er í Ísrael,“ sagði Qassem og bætti við að eina leiðin til friðar væri vopnahlé. Sagði Qassem að ef ekki yrði blásið til vopnahlés myndi fjölga þeim byggðum Ísraels sem væru „óbyggilegar“, og bætti við að um tvær milljónir manna yrðu þá á „hættusvæðinu“.

Ummæli Qassems féllu sama dag og samtökin skutu fleiri eldflaugum að borginni Haífa, sem er í norðurhluta Ísraels, á

...