Ungmennabók Kasia og Magdalena ★★★½· Eftir Hildi Knútsdóttur. JPV útgáfa, 2024. Innbundin, 191 bls.
Hildur „Trúverðug og grípandi ástarsaga með myrku ívafi,“ skrifar gagnrýnandi um bókina Kasia og Magdalena.
Hildur „Trúverðug og grípandi ástarsaga með myrku ívafi,“ skrifar gagnrýnandi um bókina Kasia og Magdalena. — Morgunblaðið/Hákon

Bækur

Ragnheiður

Birgisdóttir

Menntaskólaneminn Magdalena er söguhetja nýjustu ungmennabókar Hildar Knútsdóttur, Kasia og Magdalena. Hún býr með móður sinni, sem hefur átt við fíknivanda að stríða, eftir að hafa eytt stórum hluta æsku sinnar á fósturheimilum. Þær hafa haft það gott saman í nokkur ár en barnaverndarnefnd fylgist enn með þeim.

Þegar bókin hefst er ljóst að eitthvað voðalegt hefur gerst. Magdalega er stödd á lögreglustöð, ötuð blóði.

„Magdalena strýkur yfir hárið. Það er stíft af blóði. Það hafði verið svo mikið blóð. Reynir hafði líka staðið beint yfir henni, með báðar hendur um hálsinn á henni, þegar –

...