Forsætisráðherra hefur nú boðað til kosninga. Margir gleðjast og nefna samhliða að það sé ákveðin ró fundin í því að það sé kosið áður en styrkir næsta árs til stjórnmálaflokkanna séu greiddir út. Styrkir sem byggjast á atkvæðavægi síðustu kosninga…
Tékkneskir námumenn leggja á ráðin áður en ráðist er í næsta verk.
Tékkneskir námumenn leggja á ráðin áður en ráðist er í næsta verk. — AFP/Michal Cizek

Forsætisráðherra hefur nú boðað til kosninga. Margir gleðjast og nefna samhliða að það sé ákveðin ró fundin í því að það sé kosið áður en styrkir næsta árs til stjórnmálaflokkanna séu greiddir út. Styrkir sem byggjast á atkvæðavægi síðustu kosninga og nema á hverju ári um 700 milljónum til allra flokka. Gallinn fyrir almenning er sá að þessi kostnaður mun ekkert minnka þó dreifing milli einstaka flokka riðlist. Þetta er fyrirkomulag sem ætti að endurskoða og nýta fjármuni ríkisins betur. Það eru hins vegar önnur atriði en einstaka stólar stjórnmálamanna sem skipta meira máli, hagkerfið og atvinnulífið.

Það virtist koma formanni VG mjög á óvart að forsætisráðherra hefði farið þessa leið en Framsókn er auðvitað á því að þetta sé allt að koma. Halda eflaust fast í það slagorð, í öllu falli fram að kosningum. Staðreyndin er hins vegar sú að það er ekki hægt að segja og gera allt sem manni kemur til hugar án þess að

...