Forseti Gianni Infantino er forseti Alþjóðaknattspyrnusambandsins.
Forseti Gianni Infantino er forseti Alþjóðaknattspyrnusambandsins. — AFP/Luis Robayo

Samtök evrópskra knattspyrnudeilda hafa ásamt evrópskum væng leikmannasamtakanna Fifpro lagt fram formlega kvörtun til framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins vegna þess sem þau telja yfirgang og valdníðslu Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA.

Kvörtunin snýr að leikjaniðurröðun en samtökin tvenn telja FIFA hafa misnotað vald sitt og brotið gegn evrópskum samkeppnislögum þegar kemur að leikjadagskrá.

Alls koma 40 evrópskar deildir að kvörtuninni, þar á meðal enska úrvalsdeildin og spænska 1. deildin.

Með fleiri landsleikjum, þar á meðal stækkuðu heimsmeistaramóti landsliða, ásamt stækkuðu heimsmeistaramóti félagsliða, hafa samtökin áhyggjur af því að leikmenn muni ekki fá nægilega hvíld. HM félagsliða fer fram með nýju sniði sumarið 2025 og

...