Hafsteinn Reykjalín Jóhannesson yrkir að hausti: Veðurblíðan við mig leikur, víða fagrar grundir. Gulur, rauður, grænn og bleikur, glæða lífsins stundir. Davíð Hjálmar Haraldsson áttar sig á því að nokkuð er í fyrsta vetrardag, en samt ……

Pétur Blöndal

p.blondal@gmail.com

Hafsteinn Reykjalín Jóhannesson yrkir að hausti:

Veðurblíðan við mig leikur,

víða fagrar grundir.

Gulur, rauður, grænn og bleikur,

glæða lífsins stundir.

Davíð Hjálmar Haraldsson áttar sig á því að nokkuð er í fyrsta vetrardag, en samt …

Maður frýs á morgnana á göngu;

miður vetur kominn fyrir löngu.

Það er helsta huggun mín og gaman

að haust og vetur gátu frosið saman.

Magnús Halldórsson hefur þó engar áhyggjur af tíðinni:

Frostið núna Fróni

...