Vatns- og rafmagnsskortur er á Kúbu. Kona skammtar vatn á flöskur en flytja þurfti vatnið með hestakerru.
Vatns- og rafmagnsskortur er á Kúbu. Kona skammtar vatn á flöskur en flytja þurfti vatnið með hestakerru. — AFP/Yamil Lage

Dýravinum á Kúbu er verulegur vandi á höndum. Undanfarin misseri hefur orðið mikill kippur í þeim fjölda gæludýra sem skilin hafa verið eftir af eigendum sínum sem flúið hafa land í leit að betra lífi annars staðar. Talið er að frá árinu 2020 hafi um milljón manns – eða tíundi hver Kúbverji – sagt skilið við þetta draumaríki sósíalista og enn þann dag í dag eiga margir ekki völ á öðru en að halda af stað á heimagerðum fleka og lifa ekki endilega ferðalagið af.

Það eru ekki margir gæludýraeigendur á Kúbu enda hafa fáir efni á að eiga hund eða kött en samt er gæludýrahald nógu útbreitt til að það skapist vandamál þegar tíundi hver landsmaður stingur af. Nógu dýrt er það fyrir þetta aðframkomna fólk að koma sjálfu sér til annars lands, að ekki bætist við allur kostnaðurinn og flækjurnar sem fylgja því að taka með sér gæludýr.

Til að auka

...