Jón Kalman Stefánsson hlaut nýverið Bookstar-bókmenntaverðlaunin í Makedóníu í tengslum við 10. evrópsku bókmenntahátíðina sem haldin er þar í landi. Hlaut hann verðlaunin fyrir þríleikinn sem nefndur er Himnaríki og helvíti
Jón Kalman Stefánsson
Jón Kalman Stefánsson

Jón Kalman Stefánsson hlaut nýverið Bookstar-bókmenntaverðlaunin í Makedóníu í tengslum við 10. evrópsku bókmenntahátíðina sem haldin er þar í landi. Hlaut hann verðlaunin fyrir þríleikinn sem nefndur er Himnaríki og helvíti. Þessu greinir Miðstöð danskra bókmennta frá á Instagram. Í sömu færslu kemur fram að skáldsagan Fjarvera þín er myrkur hafi verið valin besta þýdda samtímasaga ársins hjá Nok Lapja-tímaritinu í Ungverjalandi.