Þolinmæði er dyggð. Máltækið varð til í kjöllurum kampavínshúsanna í Champagne. Uppskeran sem tekin var í hús nú í september fer að sönnu á flöskur í byrjun næsta árs – að minnsta kosti að stórum hluta
Öflugir tínslumenn eru gulli betri. Þessi ættaður frá Bordeaux í suð-vestri.
Öflugir tínslumenn eru gulli betri. Þessi ættaður frá Bordeaux í suð-vestri.

Ljúfa lífið

Stefán E. Stefánsson

ses@mbl.is

Þolinmæði er dyggð. Máltækið varð til í kjöllurum kampavínshúsanna í Champagne. Uppskeran sem tekin var í hús nú í september fer að sönnu á flöskur í byrjun næsta árs – að minnsta kosti að stórum hluta. En ekkert af því víni sem þar er skapað mun koma á markað fyrr en þegar langt verður liðið á árið 2026. Þar verður bara um tilþrifaminnsta vínið að ræða. Alvöru framleiðendur bíða til 2028 eða jafnvel enn lengur. Sumar flöskur verða ekki hreyfðar næstu áratugina, hið minnsta.

Ræktartími

En tíminn er ekki allt, þótt hann skipti miklu í vandaðri víngerð. Uppskeran og ræktartíminn hafa mikil áhrif á lokaútkomuna. Þess vegna eru árgangar stóra breytan þegar kemur að vali á góðum vínum.

...