Reiði Kennurum virtist mjög misboðið eftir ummæli borgarstjórans.
Reiði Kennurum virtist mjög misboðið eftir ummæli borgarstjórans. — Morgunblaðið/Eggert

Kjaraviðræður viðræðunefndar Kennarasambands Íslands og samninganefndar sveitarfélaga halda áfram hjá ríkissáttasemjara klukkan 9 í dag. Einnig var fundað í gær og lauk fundi klukkan 17 en deilunni var vísað til ríkissáttasemjara í lok september.

Forystufólk úr röðum kennara var á fleiri stöðum í gær því kennarar mótmæltu í Ráðhúsi Reykjavíkur og tjáði Kristín Björnsdóttir, formaður Kennarafélags Reykjavíkur, blaðinu að ekki færri en 200 kennarar hefðu tekið þátt í mótmælunum. Mótmæltu kennararnir málflutningi Einars Þorsteinssonar borgarstjóra á fjármálaráðstefnu sveitarfélaganna á dögunum þar sem hann sagði m.a. kennara hafa verið veika oftar en nokkru sinni en vilja vera minna með börnunum.

„Kennarar eru mjög reiðir eftir ummæli Einars. Ég veit að margir hafa sagt upp nú þegar og aðrir eru að íhuga stöðu sína,“ segir Kristín og afhenti Degi

...