Hið fullkomna par (The Perfect Couple) nefnist þáttaröð á veitunni Netflix með Nicole Kidman og Liev Schreiber. Í þáttunum er framið morð og í þeim ríkir óeining og glundroði. Persónan, sem Kidman leikur, vill búa til glansmynd af fjölskyldunni, en rispunum á henni fjölgar jafnt og þétt
Návígi Demi Moore í myndinni Efninu.
Návígi Demi Moore í myndinni Efninu.

Karl Blöndal

Hið fullkomna par (The Perfect Couple) nefnist þáttaröð á veitunni Netflix með Nicole Kidman og Liev Schreiber.

Í þáttunum er framið morð og í þeim ríkir óeining og glundroði. Persónan, sem Kidman leikur, vill búa til glansmynd af fjölskyldunni, en rispunum á henni fjölgar jafnt og þétt. Myndatakan er notuð til þess að undirstrika að ekki er allt sem sýnist, að glansmyndin sé blekking og í raun sé allt í steik. Návígið við leikarana er algert og ágengt, hver hrukka eins og gjá og svitahola eins og eldgígur.

Sömu tækni er beitt í kvikmyndinni Efnið (The Substance) með Demi Moore og Dennis Quaid, sem sýnd var á kvikmyndahátíð, RIFF, á dögunum. Óvægin linsan hlífir Moore hvergi, sýnir allar áfellur, hrukkur, bletti og önnur merki hnignunar og hrörnunar, sem óhjákvæmilegt er að hlaðist upp á hægfara leið okkur niður eftir hnífsegg lífsins.

Í einu atriði situr Quaid

...