30 ára Kristín Kolka Bjarnadóttir fæddist á Akureyri 16. október 1994 og ólst upp á Hólum í Hjaltadal í Skagafirði. Hún gekk í Grunnskólann á Hólum og var mikil sveitastelpa. „Ég hafði mestan áhuga á að vera í sveitinni hjá afa og ömmu í…

30 ára Kristín Kolka Bjarnadóttir fæddist á Akureyri 16. október 1994 og ólst upp á Hólum í Hjaltadal í Skagafirði. Hún gekk í Grunnskólann á Hólum og var mikil sveitastelpa. „Ég hafði mestan áhuga á að vera í sveitinni hjá afa og ömmu í Svarfaðardalnum þegar ég var krakki og svo var ég líka mikill lestrarhestur.“

Hún fór í Menntaskólann á Akureyri og síðan í lögfræði í Háskóla Íslands. „Ég var eitt ár af náminu í Melbourne í Ástralíu sem var mjög skemmtileg lífsreynsla.“ Það er ekki eina skiptið sem Kristín hefur búið erlendis, en hún býr einmitt núna í fimmta sinn utan landsteinanna, í Brussel í Belgíu þar sem hún er lögfræðingur hjá Uppbyggingarsjóði EES.

Hún er búin að búa í fjögur ár í Brussel og kann vel við sig þótt hún sakni alltaf íslenskrar náttúru og fólksins síns heima, en

...