Það var sannkölluð handboltaveisla í Kaplakrika í gærkvöldi er FH og Valur mættu stórliðum í 2. umferð Evrópudeildar karla í handbolta. Var húsið í Kaplakrikanum troðfullt og mikil stemning. Var viðburðurinn afar vel heppnaður og vel gert hjá báðum…
Jafntefli Viktor Sigurðsson úr Val skýtur að marki Porto í gærkvöldi. Þorsteinn Leó Gunnarsson verst honum en Mosfellingurinn skoraði eitt mark.
Jafntefli Viktor Sigurðsson úr Val skýtur að marki Porto í gærkvöldi. Þorsteinn Leó Gunnarsson verst honum en Mosfellingurinn skoraði eitt mark. — Morgunblaðið/Árni Sæberg

Í Kaplakrika

Jóhann Ingi Hafþórsson

johanningi@mbl.is

Það var sannkölluð handboltaveisla í Kaplakrika í gærkvöldi er FH og Valur mættu stórliðum í 2. umferð Evrópudeildar karla í handbolta. Var húsið í Kaplakrikanum troðfullt og mikil stemning. Var viðburðurinn afar vel heppnaður og vel gert hjá báðum félögum að sameina krafta sína, gegn tveimur gríðarlega sterkum Íslendingaliðum.

Gengi liðanna var þó afar ólíkt.

Valsmenn voru hársbreidd frá því að vinna portúgalska stórliðið Porto, en liðin skiptu að lokum með sér stigunum í jafntefli, 27:27.

Valsliðið sýndi gríðarlegan styrk í leiknum því Porto náði sjö marka forskoti snemma í seinni hálfleik, 17:10.

...