Komið er að kaflaskilum við uppbyggingu Smárabyggðar en það er ein umfangsmesta þétting byggðar í sögu höfuðborgarsvæðisins. Sölu íbúða er að ljúka en enn fleiri íbúðir kunna að koma í sölu síðar ef áform um uppbyggingu nær Smáralind ganga eftir, eins og fjallað er um í ViðskiptaMogganum í dag
Þétting Í ViðskiptaMogganum segir frá áformum um að byggja yfir stæðin.
Þétting Í ViðskiptaMogganum segir frá áformum um að byggja yfir stæðin. — Morgunblaðið/Eyþór

Baldur Arnarson

baldura@mbl.is

Komið er að kaflaskilum við uppbyggingu Smárabyggðar en það er ein umfangsmesta þétting byggðar í sögu höfuðborgarsvæðisins. Sölu íbúða er að ljúka en enn fleiri íbúðir kunna að koma í sölu síðar ef áform um uppbyggingu nær Smáralind ganga eftir, eins og fjallað er um í ViðskiptaMogganum í dag.

Byggðar hafa verið 658 íbúðir á vegum Klasa/Smárabyggðar og ÞG verktaka sem byggðu 162 íbúðir á lóð sem félagið keypti af Smárabyggð. Samkvæmt söluvefjum eru 636 af þessum 658 íbúðum seldar. Sala íbúða í hverfinu hófst síðsumars 2018 en miðað við að meðalverð íbúðar sé 85 milljónir á núvirði er búið að selja íbúðir fyrir 54 milljarða á rúmum sex árum.

Svæðinu var umbreytt

Verkefnið í Smárabyggð

...