Arctic Adventures hefur farið í gegnum mikla uppbyggingu á undanförnum árum og er nú eitt stærsta og fjölbreyttasta afþreyingarfyrirtæki landsins. Með nýlegum fjárfestingum og stækkun á starfseminni hefur fyrirtækið styrkt stöðu sína í…
Ásgeir Baldurs, forstjóri Arctic Adventures.
Ásgeir Baldurs, forstjóri Arctic Adventures. — Morgunblaðið/Karítas

Arctic Adventures hefur farið í gegnum mikla uppbyggingu á undanförnum árum og er nú eitt stærsta og fjölbreyttasta afþreyingarfyrirtæki landsins.

Með nýlegum fjárfestingum og stækkun á starfseminni hefur fyrirtækið styrkt stöðu sína í ferðaþjónustu, aukið þjónustuframboð og opnað nýjar leiðir fyrir gesti til að upplifa íslenska náttúru. Fyrirtækið stefnir á skráningu á markað á komandi misserum.

Þetta segir Ásgeir Baldurs forstjóri fyrirtækisins í samtali við ViðskiptaMoggann. Hann segir þó að til að svo geti orðið þurfi félagið að vaxa enn frekar, einnig þurfi að huga að samsetningu eigna. Líkt og kunnugt er hafa ýmis félög sem boðað hafa skráningu hætt við eða slegið henni á frest þannig að þetta er vandrataður vegur.

„Markaðsaðstæður þurfa auk þess að vera réttar, þær skipta virkilega miklu máli. Ég þekki það vel hafandi starfað á verðbréfamarkaði að stemningin skiptir virkilega miklu máli þegar félög eru skráð á markað,“ segir

...