Kóreuskagi Lítil umferð er á milli ríkjanna tveggja á Kóreuskaga líkt og sjá má á Tongil-brúnni sem liggur að borginni Kaesong í Norður-Kóreu.
Kóreuskagi Lítil umferð er á milli ríkjanna tveggja á Kóreuskaga líkt og sjá má á Tongil-brúnni sem liggur að borginni Kaesong í Norður-Kóreu. — AFP/Jung Yeon-je

Stjórnvöld í Norður-Kóreu létu sprengja upp hluta af þeim vegum og lestarteinum sem liggja á milli Norður- og Suður-Kóreu í gærmorgun. Suðurkóreski herinn sagði í yfirlýsingu að hann hefði gripið til „gagnaðgerða“ vegna aðgerða Norður-Kóreumanna.

Suðurkóreska herráðið sagði í yfirlýsingu sinni að Norður-Kóreumenn hefðu sprengt upp hluta af tveimur vegum sem eitt sinn tengdu borgirnar Gyengui og Donghae. Sagði herráðið að her Suður-Kóreumanna hefði ekki orðið fyrir skaða. Þá sagði herráðið síðar um daginn að Norður-Kórea hefði einnig sprengt upp lestarteina á svipuðum slóðum.

Norðurkóreski herinn hét því í síðustu viku að hann myndi „innsigla varanlega“ landamæri Kóreuríkjanna tveggja, og hafa Norður-Kóreumenn varið nokkrum tíma að undanförnu í að leggja ný jarðsprengjubelti og setja upp skriðdrekavarnir

...