Fasteignaþróunarfélagið Klasi hefur kynnt hugmyndir að uppbyggingu á svæðinu milli Smárabyggðar, þar sem Sunnusmári og Silfursmári eru, og Smáralindar. Rætt er um 70-80 íbúðir, sem eru álíka margar íbúðir og á Hafnartorgi í Reykjavík, og 12-14…

Fasteignaþróunarfélagið Klasi hefur kynnt hugmyndir að uppbyggingu á svæðinu milli Smárabyggðar, þar sem Sunnusmári og Silfursmári eru, og Smáralindar. Rætt er um 70-80 íbúðir, sem eru álíka margar íbúðir og á Hafnartorgi í Reykjavík, og 12-14 þúsund fermetra af atvinnuhúsnæði, en til samanburðar er Norðurturninn um 18 þúsund fermetrar.

Ingvi Jónasson, framkvæmdastjóri Klasa, segir félagið hafa kynnt þessar hugmyndir fyrir skipulagsráði Kópavogs í haust en þær fela í sér endurskoðun á deiliskipulagi. Í aðdraganda hugmyndavinnu var gerð frumhönnun að skrifstofubyggingu á vestasta hluta lóðarinnar sem er nú bílastæði.

Gæti verið lokið 2030

Að sögn Ingva gæti hönnun tæknilega séð hafist eftir um ár, að undangengnu samþykki skipulagsyfirvalda, en samkvæmt því gæti framkvæmdum verið lokið árið 2030.

...