Byrjunarliðið Leikmenn U21 árs landsliðsins stilla sér upp fyrir myndatöku í Vejle í Danmörku í gær en Ísland endaði í fjórða sæti riðilsins með 9 stig.
Byrjunarliðið Leikmenn U21 árs landsliðsins stilla sér upp fyrir myndatöku í Vejle í Danmörku í gær en Ísland endaði í fjórða sæti riðilsins með 9 stig. — Ljósmynd/KSÍ

Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu, skipað leikmönnum 21 árs og yngri, tapaði lokaleik sínum fyrir Danmörku í I-riðli undankeppni EM 2025 í Vejle í Danmörku í gær.

Leiknum lauk með þægilegum sigri Danmerkur, 2:0, þar sem Tochi Chukwuani kom danska liðinu yfir á 32. mínútu áður en Mathias Kvistgaarden bætti við öðru marki danska liðsins á 59. mínútu og þar við sat.

Íslenska liðið hafnaði í fjórða sæti riðilsins með 9 stig en óvænt 2:0-tap gegn Litáen, þann 10. október á Víkingsvelli í Fossvogi, gerði út um vonir liðsins um að komast áfram í lokakeppnina sem fram fer í Slóvakíu næsta sumar. Danmörk vann riðilinn með 17 stig og er því komið áfram í lokakeppnina en Tékkland, sem vann Litáen 3:0 í Hradec Králové í Tékklandi í gær, hafnaði í öðru sæti riðilsins, líka með 14 stig. Tékkar fara því í umspil um sæti

...