Stefán með Sea Raptor-bátinn sér við hlið. Verð hans er 1,3 milljarðar kr. Fyrirtækið fagnar 25 ára afmæli í dag.
Stefán með Sea Raptor-bátinn sér við hlið. Verð hans er 1,3 milljarðar kr. Fyrirtækið fagnar 25 ára afmæli í dag. — Morgunblaðið/Karítas

Íslenski kafbátframleiðandinn Teledyne Gavia, sem fagnar 25 ára afmæli í dag, er í miklum stækkunarfasa um þessar mundir. Bæði hefur fjöldi starfsmanna tvöfaldast á síðustu átján mánuðum og húsnæðið sömuleiðis. „Markaðurinn er að stækka. Við erum líka að taka hlutdeild af samkeppnisaðilum sem lent hafa í vanda. Við sjáum mikið af tækifærum og fjárfesting hefur aukist í fyrirtækinu,“ segir Stefán Reynisson framkvæmdastjóri í samtali við ViðskiptaMoggann.

Heildarvelta félagsins nam 2,5 milljörðum króna á síðasta ári samanborið við 1,9 ma.kr. 2022. Hagnaður var rúmar 400 m.kr. 2023.

Fyrirtækið á rætur að rekja til vinnu Hjalta Harðarsonar verkfræðings. Hann byrjaði árið 1996 að þróa djúpfar í samstarfi við Raunvísindastofnun Háskóla Íslands.

Teledyne Gavia framleiðir og selur nokkrar

...