Saksóknarar í Svíþjóð sendu í gær frá sér yfirlýsingu þar sem þeir staðfestu að kæra hefði borist lögreglunni í Stokkhólmi varðandi meinta nauðgun á fimmtudaginn í síðustu viku. Meintur gerandi var ekki nefndur á nafn í yfirlýsingunni, en hún var…
Kylian Mbappé
Kylian Mbappé

Saksóknarar í Svíþjóð sendu í gær frá sér yfirlýsingu þar sem þeir staðfestu að kæra hefði borist lögreglunni í Stokkhólmi varðandi meinta nauðgun á fimmtudaginn í síðustu viku.

Meintur gerandi var ekki nefndur á nafn í yfirlýsingunni, en hún var gefin í kjölfar þess að sænsku dagblöðin Aftonbladet og Expressen sem og sænska ríkisútvarpið SVT sögðu frá því í fyrradag að franski knattspyrnumaðurinn Kylian Mbappé væri grunaður um nauðgun. Mbappé var ekki valinn í franska landsliðið í Þjóðadeildinni í síðustu viku og heimsótti hann því vini í Stokkhólmi í staðinn.

Petra Lund, lögmaður meints þolanda, sagði í gær að hún gæti ekki tjáð sig um málið á þessu stigi. Mbappé setti hins vegar yfirlýsingu á samfélagsmiðla sína á mánudag þar sem hann hafnar öllum ásökunum. Þá sögðu fulltrúar hans

...