Samvinnuhugsjónin gefur okkur tækifæri til að endurvekja gömlu gildin um að standa saman og byggja sameiginlega framtíð.
Anton Guðmundsson
Anton Guðmundsson

Anton Guðmundsson

Ísland er fámenn þjóð á stóru landi og þótt margt hafi áunnist á sviði framfara hefur byggðastefna okkar klikkað þegar kemur að jafnvægi milli höfuðborgarsvæðisins og landsbyggðarinnar. Þróunin hefur orðið sú að æ meiri mannfjöldi safnast saman á höfuðborgarsvæðinu, þar sem innviðir eru undir miklu álagi og lóðaskortur og umferðarvandi sívaxandi vandamál. Á sama tíma er víða á landsbyggðinni nóg pláss og mikil tækifæri. Það er tími til kominn að stokka spilin upp á nýtt og horfa til landsbyggðarinnar sem raunhæfs kosts til framtíðaruppbyggingar.

Það er einfaldlega ekki sjálfbært fyrir þjóðina að ætla öllum að búa á sama stað. Þegar aðeins einn landshluti er lagður undir mikla fólksfjölgun verður álag á innviði og þjónustu honum ofviða, á meðan landsbyggðin stendur frammi fyrir fólksfækkun og hnignandi atvinnumöguleikum. Við þurfum

...