Maí 2024 Afi og amma með börnum og barnabörnum, en bæði Lára og Björgvin eru mikið fjölskyldufólk.
Maí 2024 Afi og amma með börnum og barnabörnum, en bæði Lára og Björgvin eru mikið fjölskyldufólk.

Lára Elísabet Eiríksdóttir fæddist 16. október 1964 á Norðfjarðarspítala í Neskaupstað. Hún ólst upp á Eskifirði og var yngst sjö systkina. Foreldrar hennar ráku verslun á Eskifirði og Lára minnist þess að þau systkinin hafi oft verið að hjálpa til við ýmislegt í versluninni.

„Við vorum líka mikið að leika okkur og það var náttúrlega frábært að alast upp á Eskifirði og mikið frelsi að vera svona úti í náttúrunni og við krakkarnir vorum alltaf úti að leika okkur og þá léku bara allir saman, allt hverfið og við vorum að fara í þessa týpísku útileiki og ýmislegt að bralla.“

Móðir Láru rak lengi litla Shell-sjoppu á Eskifirði og seinna opnaði hún búð. Þar sem foreldrarnir voru báðir í mikilli vinnu kom amma hennar mikið heim til að líta eftir krökkunum og systir hennar líka. „Eskifjörður var samfélag þar sem allir þekktu alla

...